41. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 3. júní 2022 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:15
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Kári Gautason (KGaut), kl. 09:10
Logi Einarsson (LE), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Sigurður Páll Jónsson var fjarverandi.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir boðaði forföll.
Gestir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) 536. mál - landamæri Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hinriku Söndru Ingimundardóttur, Hönnu Rún Sverrisdóttur og Kristínu Unu Pétursdóttur frá dómsmálaráðuneytinu.

3) 595. mál - útlendingar Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Halldór Oddsson og Sögu Kjartansdóttur frá Alþýðusambandi Íslands, Maríu Rut Kristinsdóttur frá UN Women á Íslandi, Atla Viðar Thorstensen, Áslaugu Björnsdóttur og Kristjönu Fenger frá Rauða krossinum á Íslandi og Ásu Laufeyju Sæmundsdóttur fyrir hönd presta innflytjenda og flóttafólks.

4) 579. mál - grunnskólar Kl. 11:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Daníel Þröst Pálsson og Ríkarð Flóka Bjarkason, nemendur í 9. bekk.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Að nefndaráliti standa Bryndís Haraldsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Birgir Þórarinsson, Eyjólfur Ármannsson, Kári Gautason, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Logi Einarsson. Sigmar Guðmundsson áheyrnarfulltrúi er samþykkur álitinu.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Logi Einarsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en rita undir álitið samkvæmt heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

5) 376. mál - minnisvarði um eldgosið á Heimaey Kl. 12:18
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Bryndís Haraldsdóttir, Birgir Þórarinsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Kári Gautason, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Logi Einarsson. Sigmar Guðmundsson áheyrnarfulltrúi er samþykkur álitinu.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Logi Einarsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en rita undir álitið samkvæmt heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

6) 416. mál - eignarráð og nýting fasteigna Kl. 12:19
Nefndin fjallaði um málið.

7) Önnur mál Kl. 12:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:20